Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur boðað til fundar í Iðnó sem haldinn verður klukkan fjögur síðdegis í dag. Hefur hún verið orðuð við það að ætla að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni.
Síðastliðið vor hélt Kristrún 37 opna fundi á ferð sinni um landið. „En fundurinn í dag verður með öðru sniði. Ég hef notað sumarið í íhugun og samtöl um stöðuna í stjórnmálunum.“
Þar hyggst hún segja frá því hvernig hún telji að endurvekja megi von og trú fólks á að hægt sé að breyta og reka samfélagið betur.
„Og hvernig ég tel að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum með því að leggja ofuráherslu á kjarnamálin og með því að ná aftur virkari tengingu við fólkið í landinu.“