Gert ráð fyrir kjaraviðræðum í fjárlagafrumvarpi

Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi hlutverki að gegna við kjaraviðræður.
Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi hlutverki að gegna við kjaraviðræður. mbl.is/Hákon Pálsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að kjaraviðræður verði teknar inn í umræðuna þegar fjárlagafrumvarpið verður lagt fyrir.

„Við höfum lagt fyrir ramma að frumvarpinu þar sem við afgreiddum fjármálaáætlun í vor, en þá erum við að horfa til þess sem Hagstofan gerir ráð fyrir varðandi þróun kjaramála í landinu á næsta ári,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Ríkisstjórnin hafi hlutverki að gegna við kjaraviðræður en komi þó ekki að samningaviðræðum.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur áður sagst vilja takmarka aðkomu ríkisins að kjarasamningum. 

Stéttarfélagið Efling hefur haldið því fram að miðað við verðbólgu og framleiðniaukningu á árinu 2022 ættu laun hækka laun um 52.000 krónur, sem væri flöt krónutöluhækkun.

Að mati Eflingar eru fullyrðingar hagfræðinga þjóðhagsráðs, um að ekki sé svigrúm til launahækkana, villandi. Svig­rúm til launa­hækk­ana ráðist öðru frem­ur af hag­vexti og fram­leiðniaukn­ingu.

Hvort tveggja sé góðu lagi á Íslandi þetta árið og af­koma þorra fyrirtækja mjög góð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert