Yngsti sóloflugmaður til þess að fljúga einn umhverfis heiminn lendir á Reykjavíkurflugvelli klukkan 15:30 í dag. Hann þarf þó að ljúka ferðalaginu áður en hann getur fyllilega skartað þeim titli.
Flugmaðurinn sem um ræðir heitir Mack Rutherford og er hann sautján ára gamall. Hann var sextán ára þegar hann lagði af stað en hélt upp á sautján ára afmæli sitt í Dúbaí.
Ruthford hefur búið í Belgíu alla sína ævi, en hann er af belgískum og breskum ættum. Faðir hans er flugmaður og Ruthford var orðinn staðráðinn í að feta í hans fótspor, aðeins 11 ára gamall.
Yngsta manneskjan sem flogið hefur umhverfis heiminn var þá átján ára gömul. Ruthford þarf því að komast allan hringinn fyrir lok júní 2023, til þess að slá metið.