Herþoturnar tilheyra danska flughernum

F-16 orr­ustuþotur danska hersins flugu yfir Vatnsdal í gær.
F-16 orr­ustuþotur danska hersins flugu yfir Vatnsdal í gær. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Herþoturnar sem veiðimenn urðu varir við í Vatnsdal í gær tilheyra flugsveit danska hersins, sem annast nú loftrýmisgæslu hér á landi. 

Þetta kemur fram í skriflegum svörum upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. 

Um er að ræða þotur af gerðinni F-16, en þær voru að koma úr æfingaflugi. Fengu flugmennirnir heimild flugstjórnar Isavia til sjónflugs til Keflavíkur, þar sem heimiluð lágmarksflughæð er fimm þúsund fet. 

Vélarnar komu úr norðri, yfir Vatnsdal, og fóru þaðan til Keflavíkur. 

Samkvæmt gögnum flugsins voru orrustuþoturnar innan heimildar bæði þegar kemur að flughraða og flughæð, en þær flugu á þessu svæði í 5.500 til 6.000 feta hæð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka