Hátíðarhöld vegna menningarnætur eru í fullum gangi í Reykjavík og streyma borgarbúar í stríðum straumum niður í miðborg Reykjavíkur.
Borið hefur á kvörtunum á samfélagsmiðlum frá fólki, yfir því að bíða hafi þurft lengi eftir strætisvögnum og að þeir hafi keyrt framhjá biðstöðvum, og þá jafnvel ekki einu sinni fullir.
Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við mbl.is að vagnarnir á leið í bæinn séu þétt setnir en heilt yfir hafi gengið vel að ferja fólk í dag.
Spurður hvort vart hafi orðið við mikil vandkvæði svarar Guðmundur því neitandi, en með þeim fyrirvara að hann hafi ekki heyrt annað.
Það sama gerðist hjá okkur áðan. Hálftími í næsta en við gáfumst upp á endunum með 3 börn. Treystum ekki að það sama myndi ekki gerast í næsta bus og slaufuðum á endanum bæjarferðinni.
— Eva Kristjansdottir (@evagudrunk) August 20, 2022
Svekkjandi og fráhrindandi upplifun, en virðist í takt við þjónustu @straetobs ..
Ekki frekar enn fyrri ár, alltof fáir vagnar í umferð, fáar ferðir og ekkert kort sem sýnir strætóleiðina í dag. Bara sama ömurlega þjónustan og alltaf á svona stórum dögum.
— Gudny Thorarensen (@gudnylt) August 20, 2022
Að púlla "frítt í strætó" án þess að fjölga ferðum í dag @straetobs er svo mikið djók.
— Jón Levy (@lelli) August 20, 2022
Hér er haugur af fólki búið að bíða heillengi og þegar vagninn kemur 15 mín of seint þá keyrir hann framhjá pic.twitter.com/MyIUHmnlWC
Auðvitað á að henda inn aukinni tíðni þegar borgin tveir fólk til að nota strætó. Svona dagar gætu verið ein stór útskýring afhverju við þurfum #borgarlína
— Elmar Torfason (@elmarinn) August 20, 2022
Akkuru keyrir strætó ekki eins og það sé virkur dagur í dag?
— Ólöf Anna (@olofanna) August 20, 2022
Er bara ok að það falla niður ferðir/seinka um 20min + af því það er frítt?
Það þarf einfaldlega fleiri vagna eða meiri tíðni í ferðum en það er því miður ekki gert ráð fyrir að fólk vilji nýta sér strætó, þrátt fyrir að þetta sé mest busy dagar ársins hjá þeim. Það er t.d. extra mikið af barnavögnum í umferð þessa daga.
— 🇺🇦 Vygnyr Ártnason 🇺🇦 (@vidforli) August 20, 2022
„Við erum með laugardagsáætlun en svo erum við núna með fullt af aukavögnum sem eru settir handvirkt inn á leið ef álagið er of mikið. Ef ásinn er við það að fyllast, þá senda þeir vagninn inn á ásinn. Ef þristurinn er að fyllast þá senda þeir vagna inn á þristinn, það er fyrirkomulagið,“ segir Guðmundur.
Hann kveðst telja að álagið fari að minnka þegar það líði á daginn en svo myndist annar toppur þegar flugeldasýningunni í nótt lýkur.
„Þá munu allir raða sér upp þarna á Sæbrautinni og þá eru eins margir keyrðir í einu út úr bænum eins og við getum. Það er alltaf ævintýri hjá okkur.“