Ekkert tilboð barst í byggingu nýja leikskólans

Hinn nýi leikskóli á að rísa á lóð þar sem …
Hinn nýi leikskóli á að rísa á lóð þar sem nú er Njálsgöturóló.

Hinn 10. ágúst síðastliðinn stóð til að opna hjá Reykjavíkurborg tilboð í verkið „Miðborgarleikskóli og miðstöð barna – uppbygging nýs leikskóla og lóða“. Svo bar við að engin tilboð bárust í verkið. Morgunblaðið fékk þau svör hjá borginni að skrifstofa framkvæmda og viðhalds væri að skoða hvernig bregðast ætti við stöðunni sem upp er komin.

Tilkynnt var árið 2020 að stefnt væri að því því að nýr leikskóli og fjölskyldumiðstöð risi árið 2022 á reit sem kenndur er við Njálsgöturóló. Reiturinn afmarkast af Grettisgötu, Njálsgötu, Rauðarárstíg og Snorrabraut og mun byggingin rísa fyrir aftan Austurbæjarbíó. Vonast var til að framkvæmdir gætu hafist síðla árs 2021. Það gekk ekki upp og nú er ljóst að framkvæmdir hefjast ekki á þessu ári.

Reykjavíkurborg, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, efndi sumarið 2020 til opinnar hönnunar- og framkvæmdasamkeppni. Fyrstu verðlaun hlutu Basalt arkitektar.

Gert er ráð fyrir að nýr miðborgarleikskóli rúmi 205 börn á aldrinum eins til sex ára. Einnig verður starfrækt fjölskyldumiðstöð á efstu hæð byggingarinnar.

Byggingin verður 1.200 fermetrar á þremur hæðum. Aðalinngangur er úr garði, sem tengir lóð og leikskóla. Á annarri hæð verða heimastofur elstu barnanna ásamt aðstöðu starfsfólks. Fjölskyldumiðstöð verður á þriðju hæð og tengist þakgarði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka