Víða á Blönduósi hafa fánar verið dregnir í hálfa stöng. Andrúmsloftið í bænum er afar þungt eftir skotárásina sem átti sér stað á milli klukkan fimm og sex í morgun.
Tveir létust í árásinni og særðist einn. Ætlaður árásarmaður er annar hinna látnu.
Þá eru tveir í haldi lögreglu vegna málsins, en samkvæmt heimildum mbl.is hafa þeir fjölskyldutengsl við þá sem fyrir árásinni urðu.
Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa svipt sig lífi, svo honum virðist hafa verið ráðinn bani eftir að hann skaut húsráðendur, annan til bana og særði hinn mikið.
Allt er fólkið heimamenn á Blönduósi.