Nýjar loftmyndir sýna lónið betur

„Sáum engin merki um að hlaup væri að hefjast, engin …
„Sáum engin merki um að hlaup væri að hefjast, engin lækkun á vatnsborði og frekar lítið vatn í Svartá,“ segir í færslunni. Ljósmynd/Loftmyndir

Nýjar loftmyndir sem náðust af Hafrafellslóni í morgun virðast sýna svipaða vatnstöðu í lóninu og engin merki um að hlaup sé að hefjast.

Loftmyndir ehf. náðu myndunum þegar flogið var yfir lónið, við vestanverðan Langjökul, en mögulegt er að það hlaupi úr lóninu á næstu dögum eða vikum.

Sáum engin merki um að hlaup væri að hefjast, engin lækkun á vatnsborði og frekar lítið vatn í Svartá,“ segir í færslunni.

Greint var frá því á mbl.is í gær að Elmar Snorrason hefði sett upp vefmyndavél við Hvítárbrú ofan við Húsafell til þess að hægt sé að sjá þegar og ef hleypur úr lóninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert