Sleppt úr haldi lögreglu

Lögreglan að störfum við vettvang á Blönduósi í dag.
Lögreglan að störfum við vettvang á Blönduósi í dag. mbl.is/Hákon

Syni hjónanna, sem ráðist var á með skotvopni á Blönduósi í morgun, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.

Sonurinn, sem var gestkomandi í húsinu ásamt konu sinni og ungu barni, er samkvæmt heimildum mbl.is talinn hafa komið fram við skothvellina, gengið til at­lögu við árás­ar­mann­inn og ráðið hon­um bana í átök­un­um.

Ekki krafa um gæsluvarðhald

Fram kemur í tilkynningu lögreglu að sakborningi hafi verið sleppt úr haldi að loknum skýrslutökum, vettvangsrannsókn og öðrum rannsóknaraðgerðum.

„Í samræmi við stöðu rannsóknarinnar verður ekki gerð krafa um gæsluvarðhald í málinu,“ segir í tilkynningunni.

Heimildir mbl.is herma að sonurinn og kona hans hafi verið látin laus eftir yfirheyrslur seint í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert