Til bjargar örmagna konu í Þórsmörk

Frá Kattarhryggjum.
Frá Kattarhryggjum. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í kvöld vegna konu sem varð örmagna á göngu á Kattarhryggjum í Þórsmörk. 

Var hún á göngu með hópi fólks en örmagnaðist og gat ekki haldið göngunni áfram. Björgunarsveitarmenn eru komnir á staðinn og bíða þess að þyrla Landhelgisgæslunnar sæki hana. 

Reynt var að fylla á orkubirgðirnar hjá konunni en það skilaði ekki nægilega miklum árangri og skortir hana orku og kraft til að halda áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert