Geta tekið á móti fleiri læknanemum

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Hildigunn­ur Svavars­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að sjúkra­húsið geti tekið á móti fleiri lækna­nem­um í grunn­námi ef stofn­un­in og Há­skóli Íslands ráðist í skipu­lags­breyt­ing­ar og sam­ræmi bet­ur tíma­bil starfs­náms lækna­nema.

„Þetta er eins með hjúkr­un­ar­nema, ef það væru ein­hverj­ar skipu­lags­breyt­ing­ar mögu­leg­ar þá vær­um við al­veg til­bú­in að horfa á það líka. Við reyn­um að nýta öll tæki­færi sem við get­um en þetta hang­ir á því hvaða sér­fræðinga við höf­um í boði til þess að taka á móti lækna­nem­um. Við vilj­um geta veitt þeim góð tæki­færi,“ seg­ir Hildigunn­ur.

„Sumr­in eru erfið til þess að taka á móti mörgu nýju fólki en ef­laust væri það hægt. Það þyrfti bara að skoða all­ar hliðar, bæði út frá skipu­lagi há­skól­ans og okk­ar skipu­lagi. Ég er al­veg viss um að við get­um átt þær sam­ræður ef það er stóra vanda­málið. Mín til­finn­ing er sú að með skipu­lags­sam­ræðum væri hægt að koma fleir­um fyr­ir.“

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka