Íbúar eiga skilið stuðning og samúð

mbl.is/Hákon

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir íbúum Blönduóss kveðju vegna voðaatburðar þar um nýliðna helgi.

„Í bréfi til Guðmundar Hauks Jakobssonar, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar, segir að á þessari sorgarstundu hugsi Íslendingar til heimafólks þar og allra sem nú eiga skilið stuðning og samúð. Forseti bað forseta sveitarstjórnar einnig að koma á framfæri þökkum til allra sem sinnt hafa löggæslu, hjúkrun og áfallahjálp á vettvangi,“ segir í tilkynningu á heimasíðu forsetans. 

Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert