Ingibjörg Sólrún í rannsóknarnefnd

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hefur skipað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og utanríkisráðherra, í þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka árásina á fangelsið í Olinivka í Úkraínu.

Frá þessu er greint á heimasíðu upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu í dag.

Varð árásin 29. júlí 57 að bana auk þess sem 75 særðust en í fangelsinu höfðu Rússar úkraínska stríðsfanga í haldi. Hafa ásakanirnar gengið á víxl um hvorir beri ábyrgðina, Rússar eða Úkraínumenn.

Auk Ingibjargar voru þeir Carlos Alberto dos Santos Cruz, fyrrverandi hershöfðingi frá Brasilíu, og Youssoufou Yacuba frá Níger skipaðir til nefndarsetu.

Tekur talsmaður Guterres það fram í tilkynningu að Ingibjörg Sólrún eigi að baki 40 ára reynslu við opinbera þjónustu, meðal annars sem varafulltrúi aðalframkvæmdastjóra í Írak, hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu og UN Women að ógleymdri stöðu hennar sem utanríkisráðherra Íslands.

Tilkynning upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert