Þarf að athuga vistunarúrræði

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki geta tjáð sig um voðaverkið á Blönduósi að öðru leyti en því að votta hlutaðeigandi hluttekningu sína.

Ráðherra mun fara yfir málið er snýr að löggæslu og öryggi borgaranna með helstu embættismönnum sínum í dag og kynna ráðstafanir í framhaldi af því.

„Það er margt sem þarf að athuga, svo sem vistunarúrræði, eftirlit með skotvopnum og fleira,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið. „Það er tímabært en má ekki gerast í neinu óðagoti.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka