Þarf að athuga vistunarúrræði

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra kveðst ekki geta tjáð sig um voðaverkið á Blönduósi að öðru leyti en því að votta hlutaðeig­andi hlut­tekn­ingu sína.

Ráðherra mun fara yfir málið er snýr að lög­gæslu og ör­yggi borg­ar­anna með helstu emb­ætt­is­mönn­um sín­um í dag og kynna ráðstaf­an­ir í fram­haldi af því.

„Það er margt sem þarf að at­huga, svo sem vist­unar­úr­ræði, eft­ir­lit með skot­vopn­um og fleira,“ seg­ir Jón í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Það er tíma­bært en má ekki ger­ast í neinu óðag­oti.“

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert