Tuttugu eiga samtals fleiri en tvö þúsund skotvopn

Lögregla að störfum við vettvang á Blönduósi í kjölfar skotárásarinnar …
Lögregla að störfum við vettvang á Blönduósi í kjölfar skotárásarinnar í bænum. mbl.is/Hákon

Um 11 prósent manndrápa á Íslandi eru framin með skotvopni. Þetta kemur fram í tölum frá þjónustusviði ríkislögreglustjóra í dag en tölfræðiupplýsingar um beitingu skotvopna eru að sögn sviðsins eingöngu tiltækar í manndrápsmálum hér á landi.

Eru tilfellin þar sem um manndráp með skotvopni að ræða eitt til tvö áratug frá árinu 1990, tvö á tíunda áratugnum, tvö á fyrsta áratug þessarar aldar og eitt á nýliðnum áratug.

47.553 haglabyssur skráðar

Að meðtöldu málinu á Blönduósi hafa sex manns, ein kona og fimm karlmenn, fallið fyrir skotvopni téð tímabil. Sé litið til sjálfsvíga hefur skotvopni verið beitt í 12 prósentum tilvika frá árinu 2010, segir enn fremur í tölum ríkislögreglustjóra sem einnig ná til fjölda skráðra skotvopna á Íslandi.

Fyrsta janúar í ár voru 47.553 haglabyssur skráðar á landinu vegna íþróttaskotfimi eða veiða, 121 í atvinnuskyni og 54 hjá söfnurum, en þeir 20 einstaklingar á landinu sem flest skotvopn eiga hafa í eigu sinni alls 2.052 vopn sem gerir að meðaltali 103 vopn á mann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert