Allt að 16 stiga hiti í dag

Útlit er fyrir rólegt veður í dag.
Útlit er fyrir rólegt veður í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hægviðri verður í dag, en norðaustan 3-10 metrar á sekúndu norðvestanlands. Skýjað og þurrt verður að kalla, en þokumóða eða súld úti við austurströndina.

Gengur í norðaustan 10-18 m/s við suðausturströndina undir hádegi og fer að rigna, en 5-13 og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Víða verður rigning á austanverðu landinu með kvöldinu.

Á morgun verða norðaustan 5-13 m/s og víða væta, en lengst af þurrt suðvestanlands.

Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig, mildast á Suðvesturlandi.

Búist er við norðaustan 10-18 m/s í kringum Öræfajökul í dag og því geta aðstæður orðið varhugaverðar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Dregur úr vindi í kvöld og nótt, að því er kemur fram í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert