Guðlaug á Langasandi er í umfjöllun BBC um bestu almenningssundlaugar í heimi en auk hennar er minnst á Bláa Lónið og Árbæjarlaug.
Guðlaug er náttúrulaug á þremur hæðum; á þriðju hæðinni er útsýnispallur, annarri hæð heit setlaug og á fyrstu hæð grunn vaðlaug.
Þá er einnig minnst á Bláa lónið sem flestir ferðamenn sem til Íslands koma kannast við.
„Árið 1999 tóku basalt-arkitektar sig saman og hönnuðu Bláa lónið, sem affallsvatn frá hitaveitu myndar,“ segir þar.
Þá er einnig rætt við Baldur Ó. Svavarsson, einn arkitekta Úti og Inni, sem hannaði Árbæjarlaug árið 1993.
Í samtali við BBC lýsir Baldur sundlaugamenningu Íslendinga: „Heitu pottarnir eru vinsælir. Fólk kemur ekki endilega til þess að synda heldur spjalla um pólitík í heita pottinum,“ segir Baldur.