Sigurður Bogi Sævarsson
Áform eru uppi af hálfu Hveragerðisbæjar um að fjölga bílastæðum og bæta aðstöðu við svonefnda Árhólma í Reykjadal inn af bænum.
Þegar ekið er niður Kamba og litið til vinstri blasir við dalurinn sem er á mörkum Hveragerðis og Ölfuss. Landamörkin eru óljós en gróflega er Varmá markalínan. Upptök hennar eru í fjalllendinu þarna inn til landsins, þar sem er fjölsóttur og vinsæll baðstaður.
Fólk sem þangað fer leggur bílum sínum þá við Árhólma, sem eru í landi Hveragerðis. Fyrir nokkru var byrjað þarna að innheimta bílastæðagjöld, sem á þessu ári hafa skilað bænum alls 17,2 milljónum króna í tekjur, að því er fram kom í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis frá því í síðustu viku.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.