Ekki lengur útlit fyrir hrun í sauðfjárrækt

Viðmælendur Morgunblaðsins telja að ekki verði hrun í sauðfjárrækt í haust, eins og óttast hafði verið vegna fjárhagserfiðleika greinarinnar. Lambakjöt hefur selst vel undanfarna mánuði og birgðir af kjöti ekki verið minni í áratug, eða frá árinu 2011.

Salan á tólf mánaða tímabili, frá ágúst til júlí, hefur ekki verið meiri í langan tíma, að undanskildu árinu 2019 þegar salan sló öll met.

Unnsteinn Snorri Snorrason, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, segir líta út fyrir að sauðfé muni áfram fækka. Lítur hann þá til þess að bændur hafi pantað slátrun fyrir fjölda fullorðins fjár. Aftur á móti kveðst hann ekki telja að hægt sé að tala um hrun.

Í lok júlí voru 767 tonn af kindakjöti í birgðum hjá afurðastöðvum. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert