Fjölskylda Brynjars biður fyrir heilsu Kára

Frá Blönduóskirkju.
Frá Blönduóskirkju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, meints árásarmanns við skotárás á Blönduósi að sunnudagsmorgni, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 

Þau biðja fyrir að maðurinn sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir skotárásina nái heilsu. 

Lesa má yfirlýsingu fjölskyldu Brynjars í heild sinni hér: 

„Frá fjölskyldu Brynjars Þórs

Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir sem urðu til þess að hann lét lífið, kunningjakona okkar einnig og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Við syrgjum bróður og son. Við getum ekki svarað fyrir gjörðir hans og hann ekki heldur. Við viljum biðja fjölmiðla að sýna okkur skilning og virða einkalíf okkar, og Brynjars.

Við biðjum fyrir því að Kári nái heilsu og sendum fjölskyldunni, vinum og öðrum sem eiga um sárt að binda innilegar samúðarkveðjur.

Við viljum biðja fjölmiðla um tillitsemi. Þrátt fyrir ákvarðanir Brynjars þá syrgjum við kæran son og bróður.

Með kveðju,
Foreldrar og systkini Brynjars“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert