Hefur kennt sex þúsund börnum ungbarnasund

Erla Guðmundsdóttir sundkennari.
Erla Guðmundsdóttir sundkennari. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttirtur

„Þegar ég byrjaði að kenna ungbarnasund fyrir 16 árum, þá upplifði ég að það snerist mest um að venja barnið við vatn, kenna því að kafa og annað slíkt. Nú finnst mér samverustundin skipta mestu máli,“ segir Erla Guðmundsdóttir, sundkennari, íþróttafræðingur og heilsumarkþjálfi, en hún kennir ungbarnasund í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, sem ætlað er fyrir börn á aldrinum þriggja mánaða til tveggja ára.

„Sýnt hefur verið fram á hvað snerting skiptir ungbörn miklu máli, til dæmis öðlast börn á munaðarleysingjaheimilum, sem ekki fá næga snertingu, ekki nauðsynlegan félagsþroska. Í frumbernsku er tengslamyndun nauðsynleg fyrir þroska barna. Mér finnst ungbarnasund vera einstakur staður til að skapa þetta rými; þar truflar ekkert, enginn er með síma, enginn að horfa á sjónvarp og fyrir vikið eru foreldrar hundrað prósent á staðnum með barninu sínu.“

Fyrir 32 árum var fyrst boðið upp á ungbarnasund hér á landi og hefur það eflst og dafnað á þeim tíma, nú eru um 20 starfandi ungbarnasundkennarar víða um land, þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert