Sigurður Bogi Sævarsson
Um helmingur þeirra um 190 nemenda sem í vetur nema við jarðvísindadeild Háskóla Íslands kemur að utan.
Deildin þykir standa framarlega í kennslu og vísindastarfi, en ekki síður hafa jarðhræringar og eldsumbrot á síðustu misserum aukið til muna áhuga vísinda- og fræðimanna á Íslandi.
„Eldgosin á Reykjanesskaga að undanförnu hafa fært háskólasamfélaginu endalaust ný og áhugaverð rannsóknarefni,“ segir Andri Stefánsson, forseti jarðvísindadeildarinnar, í samtali við Morgunblaðið.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.