Niðurstöður réttarlæknis liggja ekki fyrir

Bílflakið í fjörunni undir Óshlíðarveginum í september 1973.
Bílflakið í fjörunni undir Óshlíðarveginum í september 1973. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Ísafjarðar

Niðurstöður réttarlæknis vegna rannsóknar á líkamsleifum sem voru grafnar upp úr kirkjugarði á Vestfjörðum í vor liggja ekki fyrir.

Ekki er hægt að segja til um hvenær frekari gögn berast vegna málsins, að því er segir í svari lögreglunnar á Vestfjörðum við fyrirspurn mbl.is.

Sömuleiðis kemur fram í svarinu að málið sé til rannsóknar.

Líkamsleifarnar sem lögreglan gróf upp tilheyra 19 ára pilti sem lést í umferðarslysi í Óshlíð, milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, fyrir tæpum 50 árum. Hann var farþegi í bíl sem talið er að hafi farið út af í blindbeygju.

Lög­regl­an á Vest­fjörðum greindi frá því í lok maí að henni hefði borist ábend­ing um að um­rætt slys­ hefði ekki verið upp­lýst nægj­an­lega á sín­um tíma. Þrátt fyr­ir að lang­ur tími sé liðinn eru tald­ar lík­ur á því að hægt sé að upp­lýsa nán­ar um til­drög at­viks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert