Niðurstöður réttarlæknis liggja ekki fyrir

Bílflakið í fjörunni undir Óshlíðarveginum í september 1973.
Bílflakið í fjörunni undir Óshlíðarveginum í september 1973. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Ísafjarðar

Niður­stöður rétt­ar­lækn­is vegna rann­sókn­ar á lík­ams­leif­um sem voru grafn­ar upp úr kirkju­g­arði á Vest­fjörðum í vor liggja ekki fyr­ir.

Ekki er hægt að segja til um hvenær frek­ari gögn ber­ast vegna máls­ins, að því er seg­ir í svari lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum við fyr­ir­spurn mbl.is.

Sömu­leiðis kem­ur fram í svar­inu að málið sé til rann­sókn­ar.

Lík­ams­leif­arn­ar sem lög­regl­an gróf upp til­heyra 19 ára pilti sem lést í um­ferðarslysi í Óshlíð, milli Hnífs­dals og Bol­ung­ar­vík­ur, fyr­ir tæp­um 50 árum. Hann var farþegi í bíl sem talið er að hafi farið út af í blind­beygju.

Lög­regl­an á Vest­fjörðum greindi frá því í lok maí að henni hefði borist ábend­ing um að um­rætt slys­ hefði ekki verið upp­lýst nægj­an­lega á sín­um tíma. Þrátt fyr­ir að lang­ur tími sé liðinn eru tald­ar lík­ur á því að hægt sé að upp­lýsa nán­ar um til­drög at­viks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert