Nú um fimmleytið var sjúkrabíll sendur út á Seltjarnarnes. Þetta staðfestir vaktstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við mbl.is.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is voru tveir blóðugir menn í slagsmálum rétt hjá Eiðistorgi.
Þá voru lögreglubílar einnig sendir á vettvang.