Aðeins 212 sjóðir og stofnanir, sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, höfðu í lok júní skilað ársreikningum til Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2021. Því höfðu um 70% sjóðanna ekki skilað reikningum. Þann dag rann út frestur sem forráðamenn sjóðanna hafa til að skila ársreikningum. Ríkisendurskoðandi segir að stofnunin hafi óskað eftir virkum úrræðum til að þrýsta á um skil á þessum gögnum, til dæmis dagsektum.
Um 700 sjóðir og stofnanir eru með staðfesta skipulagsskrá og falla undir ákvæði um skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Skilin hafa lengi verið slæleg, eins og staðan nú sýnir. Raunar hafa forráðamenn margra sjóða trassað það árum saman að skila ársreikningum og nokkuð er um að reikningum hafi aldrei verið skilað.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.