Tveir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum. Báðir voru þeir látnir lausir eftir sýnatökuferli.
Lögregla sinnti nokkrum verkefnum tengdum vímuástandi eða ölvunarástandi í nótt og þá bárust nokkrar tilkynningar um minniháttar mál, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.