Biðst afsökunar á að hafa upplýst um andlát

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, biðst afsökunar á að …
Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, biðst afsökunar á að hafa ekki náð að hafa samband við alla ættingja þeirra látnu. mbl.is/Hákon

Birgir Jónasson, lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, biðst afsökunar á að hafa upplýst um andlát í kjölfar skotárásarinnar á Blönduósi, áður en allir ættingjar hefðu verið látnir vita.

Gerði hann þetta í kvöldfréttum ríkisútvarpsins.

„Ég get ekki annað en beðist afsökunar,“ segir hann.

Þá kveðst hann ósáttur við það fyrirkomulag að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra fari með rannsókn málsins.

Lög­regl­an á Norður­landi eystra hefur sagst telja sig hafa grófa mynd af því sem gerðist að morgni sunnu­dags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert