Einn heppinn Íslendingur hlaut tæpar tvær milljónir króna þegar dregið var út í Víkingalottó í kvöld, en á miðanum hans voru fimm réttar tölur af sex.
Hlýtur hann því þriðja vinning, sem hljóðar upp á um 1,8 milljónir króna.
Annar fær þá hundrað þúsund krónur í sinn hlut, fyrir fjórar réttar tölur í röð í Jókernum.
Báðir voru miðarnir seldir á lotto.is.