Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut á móts við Straum upp úr klukkan hálfsjö í morgun.
Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við mbl.is að einn sjúkrabíll hafi verið sendur á vettvang til öryggis en engin slys hafi orðið á fólki og enginn hafi verið fluttur á sjúkrahús.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við umferðartöfum í báðar áttir á Reykjanesbraut vegna umferðaróhappsins.