Ný Fossvogsbrú verði tilbúin í lok 2024

Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppni. Gert …
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppni. Gert er ráð fyrir umferð gangandi og hjólandi og borgarlínu í miðjunni. Teikning/Alda

Gert er ráð fyrir útboði við byggingu nýrrar Fossvogsbrúar um mitt næsta ár og að hún verði fullbyggð og tilbúin til notkunar í lok árs 2024.

Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu félagsins Betri samgöngur ohf.

Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar sem voru kynntar í lok síðasta árs áttu framkvæmdir við brúna að hefjast í byrjun næsta árs og stóðu vonir til að brúin yrði tilbúin árið 2023 eða í byrjun árs 2024. Er því um nokkra seinkun að ræða miðað við þetta.

Um er að ræða uppfærða tímalínu verkefnateymis Borgarlínunnar fyrir lotu 1. Fyrstu framkvæmdir lotunnar hefjast á seinni helmingi þessa árs þegar byrjað verður á fyllingu undir nýja Fossvogsbrú.

Forgangur verður settur á að klára framkvæmdir við borgarlínuna frá Hamraborg í miðborg Reykjavíkur og stefnt er að því að akstur á þessari leið geti hafist á fyrsta ársfjórðungi 2026.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert