Ók á 95 km hraða á 60-götu

Fáir keyrðu yfir hámarkshraða að sögn lögreglu.
Fáir keyrðu yfir hámarkshraða að sögn lögreglu. Mynd/Landmótun sf

Brot 65 ökumanna voru mynduð á Breiðholtsbraut í Reykjavík síðastliðna þrjá daga. Teljast það fáir miðað við fjöldann sem fór akstursleiðina að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Alls fóru 16.710 ökutæki þessa akstursleið og óku því hlutfallslega fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en á svæðinu er hámarkshraði 60 km/klst.

Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðholtsbraut í vesturátt, á gatnamótum við Stekkjarnakka. Sá sem hraðast ók mældist á 95 km/klst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert