Opna á Móbergið í september

Móberg er fullbyggt og lítið annað eftir en úttekt.
Móberg er fullbyggt og lítið annað eftir en úttekt. mbl.is/Sigurður Bogi

Áformað er Móberg, nýtt hjúkrunarheimili Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi, verði opnað í september. Nokkuð er um liðið síðan framkvæmdum lauk að mestu og húsið var frágengið. Fólk á Suðurlandi er því orðið langeygt eftir að byggingin komist í gagnið, enda er mikil þörf í héraði á fleiri hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólk.

Samkvæmt upplýsingum sem í gær fengust frá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum (FSRE) er nú verið að yfirfara og ljúka við nokkur atriði í raf- og öryggiskerfum byggingarinnar sem þurfa að vera í lagi svo þessi flókna bygging standist öryggisúttekt. „Stefnt er að því að heimilið verði fullbúið fyrir lok september,“ svarar Karl Pétur Jónasson upplýsingafulltrúi FSRE.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert