Slökkviliðið sinnir nú útkalli vegna olíuleka á Suðurlandsvegi. Útkallið barst rétt fyrir klukkan þrjú eftir að olíu tók að leka úr bíl rétt við beygjuna að Vesturlandsvegi.
Að sögn vakstjóra slökkviliðsins eru fimm slökkviliðsmenn við vinnu á svæðinu. Tryggja þeir að fólk keyri ekki í olíuna til að koma í veg fyrir umferðaróhöpp. Sjúkrabíll er einnig á staðnum.
Þá verða hreinsitæknimenn fengnir til að hreinsa svæðið en olían er nokkuð dreifð um svæðið.
Vegagerðin greinir frá því að búið sé loka fyrir umferð frá Vesturlandsvegi og upp á Suðurlandsveg vegna lekans. Einnig er þrengt að umferð til austurs við Orkuna við Vesturlandsveg.
Vesturlandsvegur: Unnið er að því að hreinsa upp olíuleka og er því lokað frá Vesturlandsvegi og upp á suðurlandsveg. Einnig er þrengt að umferð til austurs við Orkuna við Vesturlandsveg. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) August 24, 2022