Slasaðist á rafskútu talsvert ölvaður

Tilkynnt var um rafskútuslys á þriðja tímanum í nótt. Talið er að sá sem var á rafskútunni hafi verið talsvert ölvaður.

Málið er í vinnslu hjá lögreglu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um eittleytið í nótt var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í austurborginni. Lögreglan kannaði málið.

Upp úr klukkan hálftvö í nótt var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Hann var með fíkniefni í fórum sínum og á ótryggðu farartæki. Hann var látinn laus eftir hefðbundið ferli.

Tvær tilkynningar bárust um fólk sem svaf ölvunarsvefni í Vesturbænum. Lögreglan kannaði bæði málin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert