Úkraínsku litirnir faldir undir möl

Borgin sér um viðhald vega.
Borgin sér um viðhald vega. mbl.is/Kristinn Magnússon

Málningarslettur í litum úkraínska fánans eru hvergi lengur sjáanlegar fyrir utan rússneska sendiráðið. Keilum og borða með skilaboðunum „varúð“ hefur verið komið fyrir á stéttinni.

Möl hefur verið dreift yfir svæði sem ungir sjálfstæðismenn hugðust að mála með fánalitum Úkraínu, í tilefni þess að sex mánuðir séu liðnir frá innrás Rússa.

Auk þess fagna Úkraínumenn þjóðhátíðardegi sínum í dag.

Borgin ekki svarað 

Lögregla og sérsveitarmenn mættu á svæðið áður en hópurinn gat hafist handa.

mbl.is hefur ekki náð tali af upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, sem hefur á sinni hendi framkvæmdir og viðhald vega.

Lögregla tjáði hópnum í gær að gjörningurinn væri kjánalegur og tók niður nöfn og kennitölur allra viðstaddra.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert