Vesturlandsvegur verður lokaður að Suðurlandsvegi til klukkan sex í dag, vegna olíuleka sem þar kom upp síðdegis. Þetta segir vaktmaður Vegagerðarinnar í samtali við mbl.is.
Hreinsitæknimenn voru fengnir til þess að hreinsa svæðið og sá lögregla um að stýra umferð frá Vesturlandsvegi en olían var nokkuð dreifð um svæðið.
Sjúkrabíll var sendur á svæðið en engin óhöpp urðu vegna lekans að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Útkall barst rétt fyrir klukkan þrjú eftir að olía tók að leka úr bíl rétt við beygjuna að Vesturlandsvegi.