„Villuljós“ hjá forseta ASÍ

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ljóst að verðbólgan stafi …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ljóst að verðbólgan stafi ekki bara af húsnæðisliðnum. mbl/Arnþór Birkisson

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, met­ur trú­verðug­leika Seðlabank­ans mik­inn. Bank­inn sé að stíga inn í og halda áfram með vaxta­hækk­un­ar­ferlið líkt og lýst hafði verið yfir. Pen­inga­stefnu­nefnd hækkaði stýri­vexti um 0,75 pró­sent­ur í morg­un. Er það svipuð hækk­un og Hall­dór gerði ráð fyr­ir.

Hins veg­ar sé ljóst að verðbólg­an stafi ekki bara af hús­næðisliðnum og það valdi áhyggj­um.

„Þegar við skoðun rök­stuðning­inn þá sér maður að verðbólga án hús­næðisliðar er rétt um 7,5 pró­sent, sem veld­ur áhyggj­um. Það seg­ir okk­ur verðbólg­an staf­ar ekki bara af hús­næðislið og hrávöru­hækk­un­um er­lend­is, held­ur hækka aðrir liðir líka.

Í yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar kom fram að verðbólgu­horf­ur hefðu versnað. Verðbólga hefði auk­ist og í júlí hefði hún mælst 9,9 pró­sent.

„Bank­inn hef­ur lýst því mjög af­drátt­ar­laust yfir að hann stígi inn í og haldi áfram með vaxta­hækk­un­ar­ferlið svo lengi sem verðbólg­an verður jafnþrálát og raun ber vitni. Ég tel að hann sé að gera það með mjög óyggj­andi hætti í dag,“ seg­ir Hall­dór í sam­tali við mbl.is.

For­gangs­verk­efni að ná tök­um á verðbólg­unni

Teikn séu á lofti um að toppi verðbólgukúfs­ins sé náð eða hon­um verði náð fljót­lega og það séu hags­mun­ir fyr­ir­tækja og al­menn­ings að verðbólg­an verði kveðin hratt í kút­inn.

„Við höf­um búið við tíma­bil verðstöðug­leika lengi núna, svo nokkr­um árum nem­ur. Það er eðli­legt að það fenni í spor­in í huga fólks en þrálát verðbólga kem­ur öll­um illa, sama hvort það eru fyr­ir­tæki eða heim­ili,“ seg­ir Hall­dór. Það eigi því að vera for­gangs­verk­efni aðila vinnu­markaðar, stjórn­valda og Seðlabanka að ná tök­um á verðbólg­unni á næst­unni.

Kristján Þórður Snæ­björns­son, for­seti ASÍ, sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að hann teldi lík­legt að hækk­un stýri­vaxta myndi frek­ar ýta und­ir verðbólgu og gera hana þrálát­ari en ella.

Hall­dór seg­ir þetta „villu­ljós“ hjá for­seta ASÍ.

„Þetta er al­geng hugs­ana­villa sem fáir hag­fræðing­ar halda fram. Arn­ór Sig­hvats­son fer í þetta sér­stak­lega í grein­ar­gerð sinni sem hann skilaði for­sæt­is­ráðherra á vett­vangi þjóðhags­ráðs og fjall­ar sér­stak­lega um þessa hugs­ana­villu. Hún er skilj­an­leg en ég get ekki tekið und­ir hana og hafna henni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert