Heilbrigðisráðherra hefur skipað vinnuhóp til að endurskoða greiðslukerfi til rekstrar hjúkrunarheimila.
Skipun hópsins er í samræmi við viljayfirlýsingu ráðherra í tengslum við samninga Sjúkratrygginga Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um rekstur hjúkrunarheimila sem voru gerðir síðastliðið vor.
Samið var til þriggja ára og voru aðilar sammála um að nýta samningstímann til að vinna að bættu rekstrarumhverfi og auknum gæðum hjúkrunarheimila til framtíðar. Einn liður í því er endurskoðun á núverandi greiðslukerfi sem byggist aðallega á mælingum á hjúkrunarþyngd íbúa heimilanna og að kanna hvort tengja eigi greiðslur við gæðavísa, að því er segir í tilkynningu.
Í vinnuhópnum eiga sæti:
Heiðbjört Ófeigsdóttir, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands, formaður
Elsa B. Friðfinnsdóttir, skipuð án tilnefningar
Linda Garðarsdóttir, skipuð án tilnefningar
Sigurjón Norberg Kjærnested, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
Varamaður: María Fjóla Harðardóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
Lovísa Agnes Jónsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis
Valgerður Freyja Ágústsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili ráðherra niðurstöðum sínum eigi síðar en 15. maí 2023.