Segir fólkið á gólfinu eiga skilið kauphækkun

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að tími vinnandi handar sé runninn upp,“ sagði Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss í Kastljósi ríkisútvarpsins í kvöld.

Hann kveðst telja launataxta félagsmanna Eflingar sérstaklega lága, en samningar losna á almennum markaði í haust.

Fyrr í dag ræddi Guðmundur við mbl.is og sagði aðspurður að Bónus myndi ekki frysta verð á einstökum vörum.

„Þetta er flott fram­tak hjá þeim en lykt­ar smá af markaðsplotti,“ sagði hann um ákvörðun Krónunnar þess efnis.

Starfsfólk Bónuss eigi skilið hverja krónu af launahækkunum

Hagar, móðurfélag Bónuss, skilaði fjögurra milljarða hagnaði á síðasta rekstarári.

„Það er auðvelt að manna skrifstofurnar og það kom í ljós í Covid að stór partur af þeim sem unnu á skrifstofunum gat unnið heima. En fólkið á gólfinu mætti í vinnuna hvern einasta dag og stóð vaktina allt tímabilið og þetta fólk á klárlega skilið kauphækkun,“ sagði Guðmundur í Kastljósi í kvöld.

Benti hann á að af hverjum 100 krónum sem viðskiptavinir eyði í Bónus verði aðeins eftir 2,50 krónur. 

Starfsfólk Bónuss eigi þó skilið allar launahækkanir sem kunni að verða í komandi kjarasamningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert