Einn maður var fluttur á sjúkrahús eftir bílslys á Sogavegi þar sem tveir bílar skullu saman með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt á þakið.
Bílslysið átti sér stað upp úr klukkan fimm í dag. Þetta staðfestir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is.
Að sögn slökkviliðsins var maðurinn ekki alvarlega slasaður og ástand hans stöðugt. Enginn annar er slasaður eftir slysið.
Enn er ekki ljóst hvernig bílslysið kom til en það sætir rannsókn núna.