Eldur við einbýlishús í Vogum

Vogar á Vatnsleysuströnd.
Vogar á Vatnsleysuströnd. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur kom upp utandyra við einbýlishús í Vogum á Vatnsleysuströnd. Tilkynning um eldinn barst klukkan rúmlega fimm í morgun.

Að sögn varðstjóra hjá brunavörnum Suðurnesja var eldurinn bundinn við verönd og skjólveggi. Ekki er vitað um eldsupptök. Tveir slökkviliðsbílar voru kallaðir á vettvang.

Einbýlishúsið er úr timbri en að sögn varðstjórans náði eldurinn aldrei í húsið. Tvær manneskjur sem höfðu verið í húsinu voru komnar út þegar slökkviliðið kom á staðinn.

Slökkvistarfið tók skamma stund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert