Handtekinn grunaður um líkamsárás

Lögreglubíll í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglubíll í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ari

Karlmaður var handtekinn um miðnætti grunaður um líkamsárás. Hann var mjög ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar.

Ökumaður var stöðvaður um hálfeittleytið í nótt á 133 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 80. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu.

Þrír ökumenn voru jafnframt stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert