Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgunsárið vegna örmagna hjólreiðamanns á hálendinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þá var björgunarsveit kölluð út vegna örmagna reiðhjólamanns sem hafði leitað skjóls í hesthúsi við skálan Áfanga sem er við Kjalveg.
Björgunarsveitarfólk kom að manninum nú á ellefta tímanum sem er kaldur og blautur eftir hrakningar gærdagsins og næturinnar. Ágætis veður er nú á svæðinu og verðu honum og búnaði hans komið til byggð, hann var einnig óslasaður.