Ástæða er til að verkalýðshreyfingin reki á næstunni kröftugri baráttu en verið hefur. Tóninn í viðsemjendum er harðari en áður og samtök launafólks gætu því þurft að beita afli til að ná nýjum kjarasamningum í haust. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, starfandi forseti ASÍ.
Kristján kveðst óráðinn um hvort hann gefi kost á sér í forsetaembættið á ársfundi ASÍ í haust. Slíkt muni tíminn leiða í ljós. Vissulega sé uppi ágreiningur innan hreyfingarinnar. Slíkt hafi alltaf verið. Staðan sé þó ekki jafn flókin og ætla mætti nú.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.