Ríkissaksóknari þögull í máli Helga

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.

Óvíst er hvort ríkissaksóknari hafi eða muni áminna vararíkissaksóknara fyrir ummæli sem hann lét falla í garð samkynhneigðra á opinberum vettvangi. Ummælin vöktu mikil viðbrögð meðal almennings og reiði.

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki viljað svara erindum Morgunblaðsins alla þessa viku. Til stóð að fá á hreint hvort ummæli vararíkissaksóknara kæmu til með að draga dilk á eftir sér.

Í Morgunblaðinu 12. ágúst síðastliðinn sagðist Sigríður enn vera með á sínu borði mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara. Síðan þá hefur ekkert um málið spurst.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert