Tendruðu kerti á Blönduósi

Ungir sem aldnir héldust í hendur.
Ungir sem aldnir héldust í hendur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljós voru tendruð og þau lögð umhverfis hlaupabrautina við íþróttahúsið á Blönduósi í ljósaskiptunum. 

Fjölmennt var og fólk frá öðrum landshlutum gerði sér ferð til þess að vera viðstatt athöfnina. Tilgangurinn var að koma saman og sýna samhug með þeim sem eiga um sárt að binda um þessar mundir vegna voðaverksins í síðustu viku. 

Stundin lét engann eftir ósnortinn.
Stundin lét engann eftir ósnortinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fallegt var en kalt í veðri þegar fólkið kom saman. Kertin voru í boði sveitarstjórnar, en svo mörg voru kveikt að þau komust ekki öll fyrir á hlaupabrautinni. Var þá brugðið á það ráð að teikna lítið hjarta innan í miðju brautarinnar. 

Fólkið myndaði svo hring og hélst í hendur. 

Ljósin voru lög umhverfis hlaupabrautina.
Ljósin voru lög umhverfis hlaupabrautina. mbl.is/Kristinn Magnússon
Athöfnin fór fram í ljósaskiptunum.
Athöfnin fór fram í ljósaskiptunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hér má sjá lögreglumenn leggja sín kerti við brautina.
Hér má sjá lögreglumenn leggja sín kerti við brautina. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert