Vill umræðu um flugvöllinn í borgarstjórn

Eldgosið í Meradölum.
Eldgosið í Meradölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að fara fram á umræður um Reykjavíkurflugvöll á fyrsta borgarstjórnarfundi eftir sumarfrí, en fundurinn verður haldinn í byrjun september nk. Tilefnið er það almenna mat jarðvísindamanna að nú sé hafið nýtt eldsumbrotaskeið á Reykjanesi. Hefur einn vísindamanna meðal annars sagt hugsanlegt stæði flugvallar í Hvassahrauni staðsett „ofan í eldgosabelti“.

„Vegna tíðra jarðskjálfta og eldsumbrota á Reykjanesi er nú orðið nokkuð ljóst að ekki er skynsamlegt að leggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Þá er það nokkuð ljóst að hvergi verður fullbyggður flugvöllur á næstu 10 til 15 árum,“ segir Marta.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka