Vottuðu félaga sínum samúð og samstöðu

Kári starfar sem slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Austur-Húnvetninga.
Kári starfar sem slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Austur-Húnvetninga. Ljósmynd/Brunavarnir Austur-Húnvetninga

Slökkviliðsmenn Brunavarna Austur-Húnvetninga héldu í gær athöfn þar sem þeir vottuðu vini sínum og liðsmanni, Kára Kárasyni, fjölskyldu hans og „öllum þeim sem eiga um sárt að binda“ samúð sína og samstöðu.

Kári er sá sem varð fyrir skotárás á heimili sínu á Blönduósi á sunnudaginn síðasta. Eiginkona Kára, Eva Hrund, lést í árásinni en Kári liggur enn þungt haldinn eftir skot í kviðinn.

Mynd frá athöfninni birtu Brunavarnir Austur-Húnvetninga á Facebook-síðu sinni í dag og gáfu mbl.is í kjölfarið góðfúslegt leyfi til endurbirtingar.

Ekki er hægt að koma í orð öllum þeim tilfinningum sem hafa vaknað hjá okkur öllum vegna þessa hræðilega harmleiks en mynd segir meira en mörg orð,“ segir í færslunni.

Ljósmynd/Brunavarnir Austur-Húnvetninga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert