7 ár að fjármagna tvöföldun ganga

Hvalfjarðargöng .
Hvalfjarðargöng . mbl.is/Árni Sæberg

Núverandi göng undir Hvalfjörð voru hönnuð fyrir tæplega átta þúsund bíla umferð á dag að meðaltali. Dagleg umferð núna er við það mark og fer vaxandi. Því er til skoðunar hjá Vegagerðinni að tvöfalda Hvalfjarðargöngin. Ef göngin yrðu tvöfölduð gætu 20 þúsund bílar keyrt þar í gegn á hverjum degi.

Stofnkostnaður nýrra ganga er áætlaður 23 milljarðar króna miðað við verðlag 2019. Í skýrslu rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri er reiknað með að ef göngin yrðu tvöfölduð yrði umferð svo mikil að ef veggjaldið væri tvö þúsund krónur fyrir fólksbíl, tæki ekki nema sjö ár að greiða upp framkvæmdina.

Í skýrslunni er einnig velt upp nýrri hugmynd, um að lengja Hvalfjarðargöngin um nokkra kílómetra þannig að nyrðri munni ganganna yrði fyrir norðan Akrafjall. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka