Áminningin mjög jákvæð

Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78' og Helgi Magnús Gunnarsson …
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78' og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Samsett mynd

Daní­el E. Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna '78, segir í samtali við mbl.is það vera jákvætt að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari hafi verið formlega áminntur vegna um­mæla hans og orðfær­is í op­in­berri umræðu á sam­fé­lags­miðlin­um Face­book sem m.a. vörðuðu hæl­is­leit­end­ur og sam­kyn­hneigða karl­menn.

„Það er mjög jákvætt að áminna hann því þetta er alveg eitthvað sem á að áminna fyrir,“ segir Daníel en áminn­ing­in er veitt á þeim grund­velli að hátt­semi vara­rík­is­sak­sókn­ara utan starfs hans sem vara­rík­is­sak­sókn­ari hafi verið ósæmi­leg og ósam­rýman­leg starfi hans.

Draga kæruna ekki til baka

Ummælin lét Helgi Magnús falla vegna dóms Héraðsdóms Reykja­vík­ur þar sem dóm­ur­inn dæmdi að Útlend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hefðu rang­lega ekki tekið kyn­hneigð manns trú­an­lega.

Helgi skrifaði á Face­book: „Auðvitað ljúga þeir. Flest­ir koma í von um meiri pen­ing og betra líf. Hver lýg­ur sér ekki til bjarg­ar? Þar fyr­ir utan er ein­hver skort­ur á homm­um á Íslandi?“

Í kjölfarið lagði stjórn samtakanna fram kæru á hendur Helga. Að mati sam­tak­anna er um róg­b­urð eða smán­un að ræða og falla því um­mæl­in und­ir lög um hat­ursorðræðu.

Daníel segir að kæran sé í hefðbundnu ferli og verði ekki dregin til baka þrátt fyrir áminninguna. 

„Hún heldur áfram í sínu ferli óháð þessu,“ segir Daníel að lokum.

Helgi Magnús hefur hvorki svarað símtölum mbl.is í gær né í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert